Heilagur Ágústínus segir svo: ,,Drottinn, ég var eins og villuráfandi sauður, ég leitaði áhyggjusamlega að þér ytra en þú bjóst við mér hið innra. Ég gekk um stræti og torg og í borgum þessa heims og leitaði þín. Ég fann þig ekki, því ég leitaði hið ytra að honum, sem bjó innra með mér sjálfum“.

Lifum-finnum-hlustum-sjáum hinn mikla fögnuð er streymir innra með okkur. Nálgist í þögn hæðir ykkar eigin raunveruleika. Opnið vitundina fyrir samhljómi frá Guði. Munið að Hann býr innra með ykkur, neisti úr hinum Guðlega eldi er fylgir okkur á braut lífsgöngunnar.

Góða ferð.

Erlan