Kæri vinur,

Renndu vitundinni um jarðlíkamann,
lokaðu augunum og horfðu inn á við, sem út á við,
hlustaðu og finndu fyrir veru þinni, ljósinu hið innra.

Finndu fyrir orkulíkama þínum,
finndu litaskalann í sömu litum og regnbogann.
Finndu streymið, birtuna og tærleikann.

Hlustaðu og finndu fyrir ljósfjólurauðum ilmi hátíðarinnar sem í vændum er.
Finndu stemninguna leggjast yfir þig,
finndu fyrir barninu í þér, finndu gleðina og eftirvæntinguna,
hlustaðu og horfðu.

Lyftu vitund þinni og horfðu inn í þitt innsta ljós,
ekki ljós persónunnar, heldur sálarinnar.

Finndu helgina og friðinn,
ekki hugsa um hvað þú átt eftir að gera fyrir hátíðina,
Helgin er innra með þér, njóttu hennar.

Haltu áfram með hugleiðinguna,
lyftu vitund þinni þannig að þér finnst þú fljúga mót himni.
Þá getur þú heyrt hinn mikla alheimsgeim tala til þín á sínu óendanlegu dýrðarmáli sínu.
Horfðu innar og dýpra,  þú gætir séð svífandi englaverur,
tindrandi bjartar, frá þeim stafar gleði og litadýrð.
Þeir strá yfir þig kærleiksgeislum er þeir breyta í sindur.
Viltu vera með og njóta stundarinnar?

Englaverurnar minna okkur á þann tíma sem í vændum er, þegar ljós heimsins fæðist,
hvort sem við hugsum um trúna eða himingeiminn.
Þessi hugsun nærir hugskot okkar og við dveljum viða þessa kyndla nokkur augnablik .

Megi alfaðir blessa ykkur, sem lesið þetta.