Ég tala til þín – til ykkar allra
Ég vil biðja þig að líta inn á við,
finna – sjá og hlusta.
Finnið ljós Guðs lýsa innra með ykkur.

Nálgast þú ljósið varlega,
skoðaðu tilfinningarnar,
finndu hvernig ljós Guðs og ljós þitt sameinast
og vermir allan til tilfinningalíkama,
njóttu þess stutta stund.

Leyfðu nú ljósinu að kyrra hinn ólgandi fák hugans,
finndu hvernig ljósið gerir hug þinn tæran og stilltan.

Finndu síðan hvernig ljós þitt og ljós Guðs sameinast
og rennir sér eins og ljúfur bátur inn á lygn vötn sálarinnar.

Njóttu þess stutta stund.

Sendum síðan til allra samferðarmanna okkar
og til allra heima jarðarinnar, bæn um frið.
Sendum í huga okkar neista úr Sól sólarinnar til vina og ættingja,
til alls mannkyns í hvaða vídd er þeir búa,
geisla úr hinum mikla eldi alheimslogans.

Köllum til okkar engil friðar og kærleiksengla himins
og biðjum í nafni Meistara okkar um frið og blessun til okkar
- til móður jarðar og allrar náttúrunnar.

Megi svo verða
í Guðs friði

Erla Stefánsdóttir

Golden light