Félagsfundur þriðjudaginn 2. apríl 2013

Þriðji félagsfundur ársins verður þann 2. apríl n.k. kl. 20:30. Fyrirlesari verður Valgerður H. Bjarnadóttir og fyrirlesturinn kallar hún “Gyðjan í gegnum aldirnar”

Aðgangseyrir kr. 1000, -.

Allir velkomnir,
Stjórnin

By |Viðburðir|Comments Off

Kæru vinir

Heilagur Ágústínus segir svo: ,,Drottinn, ég var eins og villuráfandi sauður, ég leitaði áhyggjusamlega að þér ytra en þú bjóst við mér hið innra. Ég gekk um stræti og torg og í borgum þessa heims og leitaði þín. Ég fann þig ekki, því ég leitaði hið ytra að honum, sem bjó innra með mér sjálfum“.

Lifum-finnum-hlustum-sjáum hinn mikla fögnuð er streymir innra með okkur. Nálgist í þögn hæðir ykkar eigin raunveruleika. Opnið vitundina fyrir samhljómi frá Guði. Munið að Hann býr innra með ykkur, neisti úr hinum Guðlega eldi er fylgir okkur á braut lífsgöngunnar.

Góða ferð.

Erlan


By |Hugleiðingar Erlu|Comments Off

Sýning

Kæru Lífssýnarfélagar og vinir.

Þann 23.03.2013, laugardag fyrir Pálmasunnudag verður sýning á ýmsum þeim myndum sem ég hef skynjað og teiknað. Verður hún haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði. Opnað verður kl. 15:00. Ef þið eigið myndir eftir mig og viljið lána, má hafa samband við mig í síma 552-1189 eða 896-9689.

Ég kem til með að sýna m.a. kortin af Ísafirði, Hafnarfirði og andlega trimmkortið af Elliðaárdalnum, svo sýni ég kortið af Akureyri og bændagistingakort úr Borgarfirði og Kjósinni.

Einnig verða til sýnis og sölu meistaramyndirnar úr bókinni „Lífssýn mín“ í plakatformi.

Væri ekki gaman að finna sína gömlu árumynd á sýningunni?

Verið velkomin kæru vinir.
Erla.

Fréttabréf Lífssýnar er komið út

Annað tölublað fréttabréfs Lífssýnar árið 2013 er komið út út. Hægt er að skoða það í rafrænu formi hér á vefnum með því að smella á neðangreindan tengil:

Fréttabréf 2. tbl. 25.árg. 2013

By |Fréttir|Comments Off

FASTAN 7. – 28. apríl

                         FASTAN  7. – 28. apríl

 

Hin árlega fasta Lífssýnarfélaga verður í apríl n.k. Hefst hún nánar tiltekið fyrsta sunnudag eftir páska þann 7. apríl klukkan 17:30,  í Bolholti 4 og ljúkum við henni þremur vikum síðar með fjallgöngu og vígslu sunnudaginn 28. apríl.

Fastan er liður í hjálparstarfi Hvítbræðra- og systra og er gefin okkur fyrir milligöngu Erlu. Tilgangurinn með föstunni er ekki að leggja ýmsar kvaðir á líkamann, ekki neinn venjulegur „kúr“ enda er ekki um svelti að ræða, heldur sá að hreinsa efnisbústaðinn og tengja saman alla þætti okkar með ákveðnu mataræði, hugleiðslum og æfingum.

Fastan stendur yfir í 21 dag og henni lýkur með fjallgöngu og vígslu. Við vígsluna fá þátttakendur nýtt hugform eða merki í huglíkamann og viss vitundarbreyting á sér stað. Takmarkið fyrir hvern og einn sem tekur þátt í föstunni er að ganga í gegnum þetta ferli alls sjö sinnum á ævinni.

Þátttakendur geta skráð sig hjá:

Jóhönnu Viggósdóttur – johannaviggosdottir@hotmail.com

Kolbrúnu Guðjónsdóttur – kolbrun52@simnet.is

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur 5. mars 2013

Annar félagsfundur ársins verður þriðjudaginn 5. mars kl. 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð í sal Rósarinnar. Á fundinum flytur Þóra Halldórsdóttir fyrirlestur sem hún nefnir:

Leitin að lífsorkunni.
Innsýn í Qigong – tenging huga og hulsturs.

Aðgangseyrir kr. 1000, -.

Allir velkomnir.
Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur 5. febrúar kl 20:30

Lífssýn heldur félagsfund þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20:30, í Bolholti 4, 4.h. Haraldur Erlendsson flytur fyrirlestur sem hann nefnir “Bárður Snæfellsás”. Léttar veitingar. Aðgangur kr. 1000,-.

Allir velkomnir.
Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Vetrarsólstöðuganga

Vetrarsólstöðugangan á Hamarinn í Hafnarfirði verður farin laugardaginn 22. des. kl. 12 á hádegi. Allir velkomnir.

By |Viðburðir|Comments Off

Hugleiðing – jólin

Kæri vinur,

Renndu vitundinni um jarðlíkamann,
lokaðu augunum og horfðu inn á við, sem út á við,
hlustaðu og finndu fyrir veru þinni, ljósinu hið innra.

Finndu fyrir orkulíkama þínum,
finndu litaskalann í sömu litum og regnbogann.
Finndu streymið, birtuna og tærleikann.

Hlustaðu og finndu fyrir ljósfjólurauðum ilmi hátíðarinnar sem í vændum er.
Finndu stemninguna leggjast yfir þig,
finndu fyrir barninu í þér, finndu gleðina og eftirvæntinguna,
hlustaðu og horfðu.

Lyftu vitund þinni og horfðu inn í þitt innsta ljós,
ekki ljós persónunnar, heldur sálarinnar.

Finndu helgina og friðinn,
ekki hugsa um hvað þú átt eftir að gera fyrir hátíðina,
Helgin er innra með þér, njóttu hennar.

Haltu áfram með hugleiðinguna,
lyftu vitund þinni þannig að þér finnst þú fljúga mót himni.
Þá getur þú heyrt hinn mikla alheimsgeim tala til þín á sínu óendanlegu dýrðarmáli sínu.
Horfðu innar og dýpra,  þú gætir séð svífandi englaverur,
tindrandi bjartar, frá þeim stafar gleði og litadýrð.
Þeir strá yfir þig kærleiksgeislum er þeir breyta í sindur.
Viltu vera með og njóta stundarinnar?

Englaverurnar minna okkur á þann tíma sem í vændum er, þegar ljós heimsins fæðist,
hvort sem við hugsum um trúna eða himingeiminn.
Þessi hugsun nærir hugskot okkar og við dveljum viða þessa kyndla nokkur augnablik .

Megi alfaðir blessa ykkur, sem lesið þetta.

By |Hugleiðingar Erlu|Comments Off