Okkar ástkæra Erla Stefánsdóttir lést að morgni 5.okt á dvalarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.

Lífssýnarfélagar senda fjölskyldu Erlu innilegar samúðarkveðjur, ásamt öllum vinum hennar nær og fjær.

Svo mörg okkar hafa notið góðs af náðargjöfum Erlu sem hún veitti af á kærleiksríkan og einstaka hátt. Innsæi hennar og djúpur skilningur á lögmálum manns og náttúru hefur haft djúp áhrif og lagt grunn að dýpri skilningi okkar allra sem nutum leiðsagnar hennar og vináttu gegnum árin.

Megi það ljós og sú uppspretta kærleika sem Erla kenndi okkur að biðja til hjálpa öðrum mönnum, náttúru jarðar og öllu lífi, nú umlykja hana og blessa á nýjum leiðum ljóssins.