Elskulegu vinir, ég óska ykkur reglulega góðs og sólríks sumars Eitthvað hitti mig í hjartað (sennilega Erlan ) þegar sumarið kom og nú hef ég ákveðið að gefa kortin hennar Erlu, Huliðsheimakort Akureyrar og Vættakort Íslands, þeim sem vilja hjálpa til við að dreifa boðskapnum um lifandi jörð.
Það gengur einfaldlega ekki að þau séu í kassa hjá mér, engum til gleði. Ég hef talað við Salóme Ástu og hún fyrir hönd systkina sinna styður af heilum hug þessa hugmynd takk Salóme Ásta
Viljið þið hjálpa mér, Erlu og móður jörð að dreifa kortunum til þeirra ljósbera sem þið þekkið? Hafið þá samband við mig og sendið heimilisfang og hversu mörg þið viljið fá. Í netfangið, katjons1@gmail.com og ég sendi ykkur bunka! (Ath, eg er að hugsa um að póstsending mundi kosta 500 kr) Kortin eru til á ensku og þýsku auk íslenskunnar. Afar falleg gjöf og nauðsynleg sérstaklega núna þegar móðir náttúra er í algerri niðurníðslu hjá okkur mannfólkinu. Skoðið www.hulidsheimar.is

Katrín Jónsdóttir