Gleðilegt haust og vetur, kæru vinir.

Ég heilsa ykkur vinir mínir nær og fjær. Velkomin til starfa á nýjum vetri á nýrri öld. Við sem erum samferða í þessu lífi, við leitendur, miðlum hvert öðru af viskuperlum og við meðtökum úr alheimsbrunninum. Allir hafa aðgang í þann brunn sem er sameiginlegur öllu mannkyni í hvaða vídd sem við búum. En vandamálið er að ná í þessar perlur, koma með þær heilar og skínandi inn í okkar jarðneska heim. Við verðum að æfa okkur að fara vakandi milli sviða, þær æfingar sem við gerum á hverri nóttu. Frá jarðheimi gegn um sviðin sjö sinnum sjö og aftur til baka. Við gætum kallað á englana, engla höfuðáttanna. Grænan engil vesturs, rauðan engil austurs, fjólulitaðan engil norðurs og gulan engil suður. Eða fengið hjálp frá drottningu englanna, náð beinu sambandi við Móðurina helgu. Æfið ykkur – Notið tímann. Góða ferð og góða heimkomu.

Erla Stef.

Lífssýn fréttabréf 3. tbl. 13. árg. 2001

By |Fréttabréf|Comments Off

Huliðsheimakort Akureyrar og Vættakort Íslands

Elskulegu vinir, ég óska ykkur reglulega góðs og sólríks sumars Eitthvað hitti mig í hjartað (sennilega Erlan ) þegar sumarið kom og nú hef ég ákveðið að gefa kortin hennar Erlu, Huliðsheimakort Akureyrar og Vættakort Íslands, þeim sem vilja hjálpa til við að dreifa boðskapnum um lifandi jörð.
Það gengur einfaldlega ekki að þau séu í kassa hjá mér, engum til gleði. Ég hef talað við Salóme Ástu og hún fyrir hönd systkina sinna styður af heilum hug þessa hugmynd takk Salóme Ásta
Viljið þið hjálpa mér, Erlu og móður jörð að dreifa kortunum til þeirra ljósbera sem þið þekkið? Hafið þá samband við mig og sendið heimilisfang og hversu mörg þið viljið fá. Í netfangið, katjons1@gmail.com og ég sendi ykkur bunka! (Ath, eg er að hugsa um að póstsending mundi kosta 500 kr) Kortin eru til á ensku og þýsku auk íslenskunnar. Afar falleg gjöf og nauðsynleg sérstaklega núna þegar móðir náttúra er í algerri niðurníðslu hjá okkur mannfólkinu. Skoðið www.hulidsheimar.is

Katrín Jónsdóttir

By |Fréttir|Comments Off

Okkar ástkæra Erla Stefánsdóttir lést að morgni 5. október 2015

Okkar ástkæra Erla Stefánsdóttir lést að morgni 5.okt á dvalarheimilinu Sóltúni í Reykjavík.

Lífssýnarfélagar senda fjölskyldu Erlu innilegar samúðarkveðjur, ásamt öllum vinum hennar nær og fjær.

Svo mörg okkar hafa notið góðs af náðargjöfum Erlu sem hún veitti af á kærleiksríkan og einstaka hátt. Innsæi hennar og djúpur skilningur á lögmálum manns og náttúru hefur haft djúp áhrif og lagt grunn að dýpri skilningi okkar allra sem nutum leiðsagnar hennar og vináttu gegnum árin.

Megi það ljós og sú uppspretta kærleika sem Erla kenndi okkur að biðja til hjálpa öðrum mönnum, náttúru jarðar og öllu lífi, nú umlykja hana og blessa á nýjum leiðum ljóssins.

 

By |Fréttir|Comments Off

Viðtal við Erlu Stefánsdóttur í Morgunblaðinu

I tilefni af 80 ára afmæli Erlu Stefánsdóttur var viðtal við hana í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, á afmælisdaginn þann 6. september 2015. Hægt er að nálgast viðtalið við Erlu hér.

By |Fréttir|Comments Off

Íslandsvættir og orkulínur í nýrri þýðingu á ensku og þýsku

Vættakort Erlu er nú komið út á ensku og þýsku. Hægt er að kaupa 10 kort kr 15000 og stakt kort 2000 kr. Kortin 10 mega vera blanda af tungumálum.

Hægt er að panta kortin gegnum netfnagið katjons1@gmail.com

By |Fréttir|Comments Off

Aðalfundur Lífssýnar þriðjudagskvöldið 5. maí 2015

Lífssýn heldur aðalfund þriðjudagskvöldið 5. maí 2015 kl. 20:30, Rósinni, Bolholti 4, 4. hæð. Að loknum aðalfundarstörfum, flytur Elsa Dóróthea Gísladóttir fyrirlestur um lifandi fæði og býður upp á lifandi drykki að fyrirlestri loknum (Kombucha).

Aðgangseyrir kr. 1000. Léttar veitingar.

Allir velkomnir.

Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur þriðjudagskvöldið 7. apríl kl. 20:30, í Bolholti 4, 4.hæð

yogananda-blarGylfi Kristinsson sálfræðingur flytur erindi um meistarann Paramahansa Yogananda. Aðgangseyrir kr. 1000.

Allir velkomnir.

Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Lífssýnarfastan 2015

orkustodvar
Hin árlega fasta Lífssýnar hefst 12. apríl klukkan 18:00, í Bolholti 4, 4.hæð og ljúkum við henni þremur vikum síðar sunnudaginn 3. maí.

Nánari upplýsingar og skráning er hjá:
Kolbrúnu Guðjónsdóttur, kolbrun52@simnet.is og í s. 895 6523 og hjá Bergþóru Andrésdóttur, begga@emax.is og í s. 692 3025.

Þátttökugjald er kr. 5000. Vinsamlega gefið upp nafn, símanúmer og netfang.

By |Fréttir|Comments Off

Félagsfundur þriðjudagskvöldið 3. mars – Jakobsvegurinn

Lífssýn heldur félagsfund  þriðjudagskvöldið 3. mars 2015 kl. 20:30, í Rósinni, Bolholti 4, 4. hæð.  Erla Stefánsdóttir og Jóhanna K Steingrímsdóttir flytja erindi um Jakobsveginn á norður Spáni.
Aðgangseyrir kr. 1000.
Allir velkomnir.

Stjórnin

By |Fréttir|Comments Off

Félagsfundur þriðjudagskvöld 3. febrúar, kl 20:30 í Bolholti 4, 4.hæð

Haraldur Erlendsson yfirlæknir flytur erindi um örnefni á Íslandi. Aðgangseyrir kr. 1000. Allir velkomnir.  Stjórnin

By |Annað|Comments Off