Velkomin á vef Lífssýnar

Saga Lífssýnar á rætur að rekja til ársins 1982 þegar Erla Stefánsdóttir hóf að segja frá skynjunum sínum og lífssýn. Námskeiðin fóru yfir gerð og þroskabraut mannsins og umhverfi okkar í öllum sínum víddum, í samræmi við þá lífssýn sem einstaka skyggnigáfa Erlu umvefur. Á þessum árum sem síðan eru liðin hafa mörg hundruð Íslendingar sótt þessi námskeið og unnið áfram að þroska sínum innan samtakanna Lífssýn. Lífssýnarnámskeiðin hafa flogið um landið og fræin hafa fest víða rætur og haft áhrif á líf margra. Einnig voru námskeið haldin í Noregi og Svíþjóð þar sem þeim var vel tekið. Í seinni tíð hefur Erla Stefánsdóttir verið með námskeið í Danmörku og ferðast víða um Skandiavíu með alls konar erindi, um geimverur, álfa, árur fólks og orku náttúrunnar.

Á vegum Lífssýnar

Bækur
Erla Stefánsdóttir hefur gefið út bókina Lífssýn mín þar sem Erla rekur stuttlega lífshlaup sitt, lýsir efnisheimi, geðheimi, hugheimi, innsæisheimi, orkustöðvum manns og jarðar, þróuninni, meisturum og  þroskaleiðum sálarinnar. Lífssýn Erlu á sér ekki hliðstæðu. Þessi bók er dýrgripur öllum þeim er láta sig andleg mál varða. Um 150 litmyndir prýða bókina.
Fyrirlestrar og námskeið
Félagsfundir Lífssýnar eru fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði þar sem Erla og aðrir gestafyrirlesarar flytja fróðleg erindi. Allir ævinlega velkomnir.
Fréttabréf
Á vefnum má finna vefútgáfu af fréttabréfi Lífssýnar um það helsta sem er á döfunni hverju sinni.
Einkatímar hjá Erlu
Teikning á sálaráru, lestur og skýring á eiginleikum. Fyrri líf rifjuð upp, lestur í tarot og fleiri spil. Upplýsingar í síma 552-1189.

(T)englar Lífssýnar

Erla Stefánsdóttir
Erla Stefánsdóttir

Ari Magnússon 552-7977

Ámundi Sigurðsson 562-5324

Bergþóra Andrésdóttir 566-7051

Jón Hrafn Hlöðversson 551-8884

Jóhanna Steingrímsdóttir 567-2623

Jóhanna Steingrímsdóttir 567-2623

 

Jóhanna Viggósdóttir 552-4707

Katrín Þorvaldsdóttir 551-2327

Kolbrún Guðjónsdóttir 566-6295

Kristín Gunnlaugsdóttir 552-7870

Þórunn Karlsdóttir 552-5907

Þóra Björg Þórisdóttir 562-5324