Ég heilsa ykkur vinir mínir nær og fjær. Velkomin til starfa á nýjum vetri á nýrri öld. Við sem erum samferða í þessu lífi, við leitendur, miðlum hvert öðru af viskuperlum og við meðtökum úr alheimsbrunninum. Allir hafa aðgang í þann brunn sem er sameiginlegur öllu mannkyni í hvaða vídd sem við búum. En vandamálið er að ná í þessar perlur, koma með þær heilar og skínandi inn í okkar jarðneska heim. Við verðum að æfa okkur að fara vakandi milli sviða, þær æfingar sem við gerum á hverri nóttu. Frá jarðheimi gegn um sviðin sjö sinnum sjö og aftur til baka. Við gætum kallað á englana, engla höfuðáttanna. Grænan engil vesturs, rauðan engil austurs, fjólulitaðan engil norðurs og gulan engil suður. Eða fengið hjálp frá drottningu englanna, náð beinu sambandi við Móðurina helgu. Æfið ykkur – Notið tímann. Góða ferð og góða heimkomu.

Erla Stef.

Lífssýn fréttabréf 3. tbl. 13. árg. 2001