FÉLAGSFUNDUR ÞRIÐJUDAGINN 2.APRÍL 2013

Vegna forfalla verður fyrirlestri Valgerðar H. Bjarnadóttur sem halda átti í kvöld frestað að sinni.

Í staðinn ætlar Erla að hlaupa í skarðið  og tala um ferðina til Stjörnuvallar, sem var farin fyrir langa löngu, reyna að spá í táknin. Það er kannski óðs manns æði. En mikið væri gaman að endurtaka slíka ferð, til Compostella. Síðan ætlum við að hugleiða smá, fara í annarskonar ferðalög.

Staður: Bolholt 4, 4.hæð kl. 20:30.

Aðgangseyrir kr.- 1000.

Allir velkomnir.

Stjórnin.