Rennum vitundinni inn í efsta orkublóm okkar, í kórónuna og finnum styrk og hreinleika breiða sig yfir tilfinningarnar.
Leiðum síðan vitundina inn í ennisstöðina, finnum víðáttu og frelsistilfinningu breiða sig yfir allan tilfinningalíkamann.
Leiðum síðan vitundina inn í hálsstöðina og finnum lífið streyma fram og umbreyta tilfinningunum í jafnvægi og gleði.
Leiðum síðan vitundina inn í blóm kærleikans og finnum elskuna breiða sig yfir tilfinningarnar og breyta þeim tónum sem enn eru sárir í frið og hamingju.
Finnum einingu milli efnis og tilfinningalíkamans. Notum hugann og finnum bát hugans renna sér hljóðlega inn á lygn lón sálarinnar.
Hlustið, finnið og horfið
Erlan