Fréttir

Jónsmessuferð

Hin árlega Jónsmessuferð til Þingvalla verður á morgun 21. júní. Hittumst kl. 20 við “Valhöll”.
Kveðja, stjórnin.

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Miðsumarhátíð

Miðsumarhátíð / Jónsmessuhátíð verður í Bolholtinu 18. og 20. júní kl. 20.
Hugleitt verður á vættina.

Allir velkomnir.

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Aðalfundur Lífssýnar

Aðalfundur Lífssýnar verður haldinn þriðjudaginn 7. maí kl 20.30 í Bolholti 4, 4. hæð.

Allir velkomnir

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur 2. apríl 2013

FÉLAGSFUNDUR ÞRIÐJUDAGINN 2.APRÍL 2013

Vegna forfalla verður fyrirlestri Valgerðar H. Bjarnadóttur sem halda átti í kvöld frestað að sinni.

Í staðinn ætlar Erla að hlaupa í skarðið  og tala um ferðina til Stjörnuvallar, sem var farin fyrir langa löngu, reyna að spá í táknin. Það er kannski óðs manns æði. En mikið væri gaman að endurtaka slíka ferð, til Compostella. Síðan ætlum við að hugleiða smá, fara í annarskonar ferðalög.

Staður: Bolholt 4, 4.hæð kl. 20:30.

Aðgangseyrir kr.- 1000.

Allir velkomnir.

Stjórnin.

By |Fréttir|Comments Off

Sýning

Kæru Lífssýnarfélagar og vinir.

Þann 23.03.2013, laugardag fyrir Pálmasunnudag verður sýning á ýmsum þeim myndum sem ég hef skynjað og teiknað. Verður hún haldin í Hafnarborg í Hafnarfirði. Opnað verður kl. 15:00. Ef þið eigið myndir eftir mig og viljið lána, má hafa samband við mig í síma 552-1189 eða 896-9689.

Ég kem til með að sýna m.a. kortin af Ísafirði, Hafnarfirði og andlega trimmkortið af Elliðaárdalnum, svo sýni ég kortið af Akureyri og bændagistingakort úr Borgarfirði og Kjósinni.

Einnig verða til sýnis og sölu meistaramyndirnar úr bókinni „Lífssýn mín“ í plakatformi.

Væri ekki gaman að finna sína gömlu árumynd á sýningunni?

Verið velkomin kæru vinir.
Erla.

Fréttabréf Lífssýnar er komið út

Annað tölublað fréttabréfs Lífssýnar árið 2013 er komið út út. Hægt er að skoða það í rafrænu formi hér á vefnum með því að smella á neðangreindan tengil:

Fréttabréf 2. tbl. 25.árg. 2013

By |Fréttir|Comments Off

FASTAN 7. – 28. apríl

                         FASTAN  7. – 28. apríl

 

Hin árlega fasta Lífssýnarfélaga verður í apríl n.k. Hefst hún nánar tiltekið fyrsta sunnudag eftir páska þann 7. apríl klukkan 17:30,  í Bolholti 4 og ljúkum við henni þremur vikum síðar með fjallgöngu og vígslu sunnudaginn 28. apríl.

Fastan er liður í hjálparstarfi Hvítbræðra- og systra og er gefin okkur fyrir milligöngu Erlu. Tilgangurinn með föstunni er ekki að leggja ýmsar kvaðir á líkamann, ekki neinn venjulegur „kúr“ enda er ekki um svelti að ræða, heldur sá að hreinsa efnisbústaðinn og tengja saman alla þætti okkar með ákveðnu mataræði, hugleiðslum og æfingum.

Fastan stendur yfir í 21 dag og henni lýkur með fjallgöngu og vígslu. Við vígsluna fá þátttakendur nýtt hugform eða merki í huglíkamann og viss vitundarbreyting á sér stað. Takmarkið fyrir hvern og einn sem tekur þátt í föstunni er að ganga í gegnum þetta ferli alls sjö sinnum á ævinni.

Þátttakendur geta skráð sig hjá:

Jóhönnu Viggósdóttur – johannaviggosdottir@hotmail.com

Kolbrúnu Guðjónsdóttur – kolbrun52@simnet.is

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur 5. mars 2013

Annar félagsfundur ársins verður þriðjudaginn 5. mars kl. 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð í sal Rósarinnar. Á fundinum flytur Þóra Halldórsdóttir fyrirlestur sem hún nefnir:

Leitin að lífsorkunni.
Innsýn í Qigong – tenging huga og hulsturs.

Aðgangseyrir kr. 1000, -.

Allir velkomnir.
Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off

Félagsfundur 5. febrúar kl 20:30

Lífssýn heldur félagsfund þriðjudagskvöldið 5. febrúar kl. 20:30, í Bolholti 4, 4.h. Haraldur Erlendsson flytur fyrirlestur sem hann nefnir “Bárður Snæfellsás”. Léttar veitingar. Aðgangur kr. 1000,-.

Allir velkomnir.
Stjórnin

By |Fréttir, Viðburðir|Comments Off