FASTAN  7. – 28. apríl

 

Hin árlega fasta Lífssýnarfélaga verður í apríl n.k. Hefst hún nánar tiltekið fyrsta sunnudag eftir páska þann 7. apríl klukkan 17:30,  í Bolholti 4 og ljúkum við henni þremur vikum síðar með fjallgöngu og vígslu sunnudaginn 28. apríl.

Fastan er liður í hjálparstarfi Hvítbræðra- og systra og er gefin okkur fyrir milligöngu Erlu. Tilgangurinn með föstunni er ekki að leggja ýmsar kvaðir á líkamann, ekki neinn venjulegur „kúr“ enda er ekki um svelti að ræða, heldur sá að hreinsa efnisbústaðinn og tengja saman alla þætti okkar með ákveðnu mataræði, hugleiðslum og æfingum.

Fastan stendur yfir í 21 dag og henni lýkur með fjallgöngu og vígslu. Við vígsluna fá þátttakendur nýtt hugform eða merki í huglíkamann og viss vitundarbreyting á sér stað. Takmarkið fyrir hvern og einn sem tekur þátt í föstunni er að ganga í gegnum þetta ferli alls sjö sinnum á ævinni.

Þátttakendur geta skráð sig hjá:

Jóhönnu Viggósdóttur – johannaviggosdottir@hotmail.com

Kolbrúnu Guðjónsdóttur – kolbrun52@simnet.is