Jólafundur þriðjudaginn 2. desember 2014

Jólafundur Lífssýnar verður þriðjudagskvöldið 2. desember 2014 kl. 20:30, í Bolholti 4, 4. hæð. Jólafundurinn verður með hefðbundnu sniði, helgileikur, jólasmáhlaðborð og jólaleikir.

Allir velkomnir

Stjórnin

Nýtt fréttabréf er komið út

Annað tölublað fréttabréfs Lífssýnar árið 2014 er komið út út. Í fréttabréfinu eru upplýsingar um félagsfundi 2014-15, kort af orkustöðvum Íslands, jólahugleiðingu og margt fleira.
Hægt er að skoða það í rafrænu formi hér á vefnum með því að smella á neðangreindan tengil:

Fréttabréf Lífssýnar 2. tbl. 26. árg. 2014

Jafnframt er hægt að skoða eldri fréttabréf hér.

Félagsfundur þriðjudaginn 4. nóvember 2014 kl 20:30 í Bolholti 4, 4. hæð, sal Rósarinnar

Haraldur Erlendsson yfirlæknir ætlar að tala um hina fornu egypsku guði.

Í nýútkomnu fréttabréfi er nánar sagt frá fundum vetrarins.